Fagnám verslunar og þjónustu - viðburður SVÞ 2022

Fagnám verslunar og þjónustu – ávinningur allra

Miðvikudaginn 2.nóvember n.k. fáum við Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verslunarskóla Íslands og gefa okkur innsýn inní sérstakt fagnám verslunar og þjónustu sem Verslunarskólinn hefur séð um s.l. ár.

Hver er tengingin á milli atvinnulífs og skóla?

– Hvaða nám er í boði fyrir starfsfólk verslunar og þjónustu?
– Hver er uppbygging námsins og hvernig varð þessi sérstaka námsbraut til?
– Hvernig getur fagnám verslunar og þjónustu elft mannauðinn?
– Hvernig geta nemendur nýtt sér námið til að útskrifast sem stúdentar?
– Hver er ávinningurinn fyrir fyrirtæki að senda starfsfólkið sitt í námið?
– Hver eru skrefin að sterkari tengingu á milli atvinnulífs og fagnáms verslunar og þjónustu?

Fyrirlesari: Guðrún Inga Sívertsen,skólastjóri Verslunarskóla Íslands.

Um Guðrúnu: Hún er hagfræðingur frá HÍ með meistarapróf í Opinberri stjórnsýslu frá HÍ og með kennsluréttindi frá HÍ og lauk AMP stjórnendanámi frá IESE í Barcelona.  Guðrún kenndi hagfræði og aðrar viðskiptagreinar í Verzló áður en hún varð skólastjóri. Menntamál og þá sérstaklega skólaþróun eru málefni sem hún hefur mikinn áhuga á.

Um Fagnám verslunar og þjónustu: Spennandi þróunarverkefni sem fór af stað í janúar 2020 og er samstarfsverkefni Verzlunarskólans og atvinnulífsins. Námið er starfamiðað nám sem hugsað fyrir þá sem eru starfandi í verslun og þjónustu.

ATH! Viðburðurinn verður haldinn á Zoom og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smelltu hér til að fá upplýsingar um aðild.

Skráning nauðsynleg!

Skráðir þátttakendur munu fá senda slóð á Zoom herbergi SVÞ í t-pósti fyrir viðburðinn.

Dagsetning

2.nóvember, 2022

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT