FÉLAGSFUNDUR: Spurt og svarað um plast

Nýlega voru haldnir tveir veffyrirlestrar með Umhverfisstofnun, annars vegar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur og hinsvegar um bann við afhendingu burðarpoka úr plasti. Á báðum fundum kviknuðu margar spurningar og ljóst að fyrir félagsmenn SVÞ er að mörgu að huga.

Af því tilefni munum við fá fulltrúa Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis til okkar á sérstakan fyrirspurnarfund þann 4. maí næstkomandi. Þar munum sitja fyrir svörum Dr. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Frigg Thorlacius, lögfræðingur Umhverfisstofnunar, og Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur á Skrifstofu umhverfis og skipulags hjá Umhverfisráðuneytinu.

Fundurinn fer fram í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík og á netinu (Teams).

Til að gæta fyllstu sóttvarnarráðstafana er fjöldi í Hyl takmarkaður og verður einungis einum fulltrúa frá hverju fyrirtæki heimilt að sækja fundinn þar, upp að því marki sem fjöldatakmarkanir leyfa. Við biðjum félagsfólk því að skrá sig hér fyrir neðan, hvert og eitt, og senda svo tölvupóst á Þórönnu K. Jónsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra varðandi fulltrúa í sal (thoranna(hjá)svth.is). Vinsamlegast athugið, fundurinn er eingöngu fyrir félagsfólk og til að tryggja að fólk fái fundarboð með hlekk þarf að skrá hvern og einn þátttakanda sérstaklega.

Athugið einnig að efni fyrri fyrirlestra verður ekki endurtekið á fundinum og mikilvægt er því að fundargestir hafi horft á upptökur af fyrirlestrunum, sem nú eru aðgengilegar á félagsvæði á innri vef SVÞ. Þannig komum við í veg fyrir að verið sé að spyrja út í hluti sem þegar liggja fyrir, og fundurinn nýtist þannig sem allra best. Fyrirlestrarnir eru auðfundnir á svth.is/innri þegar inn á félagasvæðið er komið.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að ábyrgjast aðgang að fundinum fyrir þau sem skrá sig innan við klukkustund frá því fundurinn hefst. Rétt er einnig að árétta að fundurinn er eingöngu fyrir félagsfólk í SVÞ.

Aðgangur að félagasvæði:

Fyrir þau sem ekki hafa þegar stofnað aðgang mælum við með því að gera það sem allra fyrst þar sem smá tíma getur að tekið að stofna hann. Einfaldasta og fljótlegasta leiðin er að hafa samband við megintengilið fyrirtækisins við SVÞ/SA og biðja um að viðkomandi sé stofnaður sem tengiliður í gegnum Mínar síður fyrirtækisins (atvinnulif.is). Einnig má sjá upplýsingar á svth.is/fa-adgang en það tekur lengri tíma að fara þá leið.

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Þórönnu K. Jónsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra SVÞ í netfangið thoranna(hjá)svth.is

Dagsetning

4.maí, 2021

Tími

08:30 - 10:00

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Á vefnum

Staðsetning 2

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn