Fjármagn til fyrirtækja – eitthvað fyrir þitt fyrirtæki?
Ertu að missa af fjármagni til að þjálfa upp starfsfólkið þitt?
Miðvikudaginn 30.mars n.k. ætlar Selma Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) að gefa okkur innsýn inní þær leiðir sem fyrirtækið þitt getur nýtt sér til að stuðla að hæfniaukningu starfsfólksins þíns.
Efnistök fyrirlestrar:
- – Hvað er SVS og hvernig virkar þetta allt saman?
- – Fyrir hverju geta fyrirtæki sótt um styrki til SVS?
- – Kynntar verða leiðir fyrirtækja til stuðnings við frekari hæfniaukningu starfsfólks, stjórnenda og styrkveitingar því tengdu.
- – Farið verður yfir hvernig ferlið virkar í heild sinni.
Er fyrirtækið þitt með á nótunum varðandi styrkveitingar sjóðsins eða eruð þið að missa af lestinni?
Fyrirlesari:
Selma Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og fagstjóri starfsmenntamála hjá VR. Hún lauk meistaragráðu (M.ed) í fræðslustarfi með fullorðnum – Mannauðsþróun og Fjölmenningu árið 2010 og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ 2019.
Frá árinu 2014 hefur Selma starfað á vettvangi starfsmenntamála hjá Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og VR. Þar hefur hún tekið þátt í og leitt fjölbreytt verkefni sem kallað hafa á frekari þróun, breytingar og umbætur í starfsmenntaumhverfi einstaklinga og fyrirtækja á landsvísu.
Selma var meðal annars fulltrúi í stýrihópi Áttarinnar, vefgátt fyrirtækja til styrkumsókna í starfsmenntasjóði á almenna markaðinum, sem sett var á laggirnar 2014 og heldur í dag utan um þjónustu Áttarinnar fyrir hönd samstarfssjóða.
ATH!
Viðburðurinn verður haldinn í beinni á Zoom.
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.