Fyrirhugaðar breytingar á úrvinnslugjaldi
Hvaða breytingar eru væntanlegar á úrvinnslugjaldinu?
Vertu með okkur í beinni, 4.júní 2024. Þar sem við fáum Gunnlaugu Helgu Einarsdóttur, sérfræðing frá Úrvinnslusjóði til að ræða væntanlegar breytingar á úrvinnslugjaldi í nokkrum vöruflokkum, bæði til hækkunar og lækkunar.
Þessar breytingar ná m.a. ökutæki, rafhlöður, umbúðir, spilliefni (s.s prentlitir, kælimiðlar, o.fl.) og hjólbarða. Þá verður farið yfir sjóðstöðu nokkurra sjóða í vöruflokkum,
Úrvinnslusjóður vill hafa virkt samtal við hagsmunaaðila til að stýra úrvinnslugjaldi betur.
Kjörið tækifæri til að fá svör við spurningunum sem brenna á hagsmunaaðilum.
Dagur: þriðjudagurinn 4.júní 2024
Tími: 08:30 – 09:30
Staður: í beinni á Zoom.
Ekki missa af þessu tækifæri til að hafa áhrif á framtíð úrvinnslugjalds!
Skráning nauðsynleg!