Fyrirtækjaheimsókn SVÞ til The Engine

FRESTAST TIL 2024 | Fyrirtækjaheimsókn SVÞ til ‘The Engine Nordic’

SVÞ er samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum.
Okkar markmið er að efla, fræða og tengja.

 Félagsfólki SVÞ er boðið í heimsókn til markaðs og tæknifyrirtækisins The Engine Nordic.

ATH! NÝ DAGSETNING VÆNTANLEG Á VORMÁNUÐUM 2024

Dagskráin: 

Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine Nordic, mun fræða okkur um sögu og reynslu stafrænu markaðsstofunnar The Engine Nordic. Frá grunni fyrstu sérhæfðu stafrænu auglýsingastofu landsins hefur stofan vaxið og þróast út fyrir landsteinana, með starfsstöðvum í Osló og Kaupmannahöfn. Að auki er stefnt að opnun í Helsinki á komandi ári.

Veitt verður innsýn í vöxt stofunnar á alþjóðlegum markaði og lærdóm og reynslu hennar frá samstarfi við allt frá litlum íslenskum viðskiptavinum til stórra alþjóðlegra aðila. Það er aldrei að vita nema ein og ein skemmtileg saga fái að fljóta með.

Skyggnst verður einnig létt bakvið tjöldin þegar kemur að samstarfi The Engine Nordic við TBWA á Norðurlöndunum, en TBWA er eitt stærsta netverk auglýsingastofa í heimi. 

Til að kóróna frábæran félagsskap og tækifæri til samræðna við annað SVÞ félagsfólk verða léttar veitingar í boði.

________________________

Um Markaðs- og tæknifyrirtækið The Engine
The Engine er stafræn markaðsstofa í eigu auglýsingastofunnar Pipar\TBWA og veitir sérhæfða ráðgjöf á því sviði, allt frá frá leitarorðaherferðum til samfélagsmiðla og fleira. Erlendis starfar stofan undir The Engine Nordic, með starfsstöðvar í Osló og Kaupmannahöfn. Stefnt er að opnun í Helsinki 2024. Viðskiptavinir stofunnar eru víða að í Evrópu og í Bandaríkjunum

Í gegnum Pipar\TBWA er The Engine hluti af TBWA, einu stærsta neti auglýsingastofa í heiminum með yfir 270 skrifstofur í 95 löndum. Sem samstarfsaðili TBWA vinnur stofan mikið með TBWA Nordic á Norðurlöndunum að ráðgjöf í stafrænni markaðssetningu og keyrslu herferða á stafrænum miðlum. Sem dæmi má nefna Tetra Pak, Santa Maria, Abbott Pharmaceuticals, Smart car, Dominos í Svíþjóð og YTK, atvinnuleysissjóði Finnlands.

Rætur The Engine liggja aftur til 2005 með stofnun Nordic eMarketing, fyrstu auglýsingastofu landsins sem sérhæfði sig í stafrænu markaðsstarfi. Saga stofunnar er því löng. Allt frá byrjun hafa viðskiptavinir stofunnar verið bæði á Íslandi og erlendis. Meðal áhugaverðra viðskiptavina hafa verið Lenovo, Vodafone IoT,,NFL deildin í USA og Virgin. Frá árinu 2014 hefur stofan starfað undir nafninu The Engine og hefur verið stafrænn armur Pipar\TBWA á Íslandi frá 2018.

The Engine er á meðal mest verðlaunuðu stafrænu auglýsingastofa í Evrópu, með fjölda alþjóðlegra verðlauna. Meðal þeirra eru bæði European og Global Search Awards, SEMrush Nordic Search Awards og Global Marketing Awards. Árið 2023 er metár í alþjóðlegum viðurkenningum fyrir framúrskarandi árangur fyrir viðskiptavini, með samtals 5 verðlaun frá European Search Awards og Global Search Awards, fyrir í bæði B2B og B2C (travel) .

 

________________________

ATH! Fyrirtækjaheimsóknir SVÞ er einungis í boði fyrir fólk og fyrirtæki innan verslunar og þjónustugeirans hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu.
Smelltu hér fyrir aðild.

Sjá nánar inná: https://pipar-tbwa.is/piparengine

Dagsetning

9.nóvember, 2023

Tími

16:30 - 18:00

Staðsetning

Guðrúnartún 8
105 Reykjavik