Geta þínir viðskiptavinir komið í viðskipti rafrænt?
Ertu með þjónustu á netinu, eða á leiðinni að setja slíka upp? Ertu með það sem þarf til að viðskiptavinir þínir geti komið í viðskipti rafrænt?
Vertu með okkur í beinni á Zoom, miðvikudaginn 22.febrúar n.k. ásamt Björt Baldvinsdóttur, sérfræðingi hjá Taktikal.
Fyrsta tenging við fyrirtæki og vörumerki gerast bara einu sinni!
Já, þú hefur aðeins eitt tækifæri til að skapa fyrstu upplifun tilvonandi viðskiptavina.
Hugur okkar mannfólksins er þrautþjálfaður í að greina aðstæður og einstaklinga á sekúndubroti, draga ályktanir og taka ákvörðun. Spurningar sem vakna hjá viðskiptavinum við fyrstu upplifun eru mikilvægar til að tilvonandi viðskiptavinur geti tekið ákvörðun hratt.
Til að koma í viðskipti í dag er algengt að viðskiptavinir þurfi að senda tölvupóst eða fylla út form sem kalla í kjölfarið á frekari tölvupóstsamskipti, símtöl, undirskriftir á skjölum og jafnvel bílferðir með frumrit af samningum. Slíkt ferli er ekki bara slæm upplifun fyrir viðskiptavini og óöruggt, heldur eykur ferlið líkurnar umtalsvert á að tilvonandi viðskiptavinir fresti að koma í viðskipti – eða jafnvel hætti við.
Í erindinu verður farið yfir hvað fyrirtæki geta gert til að fjarlægja þessar hindranir og gera ferlið þægilegt og skilvirkt, bæði fyrir viðskiptavininn og ekki síður fyrirtækin.
- Hvernig fjarlægum við þessar hindranir og gerum ferlið þægilegt og skilvirkt?
- Hver er ávinningurinn fyrir viðskiptavininn, fyrirtækið sjálft, starfsfólk og umhverfið?
- Hvaða hindranir geta verið á veginum?
- Hvernig við höfum þarfir og upplifun viðskiptavinar ávallt að leiðarljósi?
______________
Dagur: Miðvikudagurinn 22.febrúar 2023
Tími: 08:30 – 09:30
Staður: í beinni á Zoom
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smelltu hér fyrir aðild.
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!