Inga Björg Attentus

Giggarar í þína þágu?

Hvernig getur fyrirtækið þitt nýtt sér gig-hagkerfið?

Vinnumarkaðurinn er í umbreytingarfasa út frá breyttri tækni, aukinni alþjóðavæðingu og samkeppni í þjónustuframboði og breyttum væntingum einstaklinga til starfsferils.

Gig hagkerfið er afsprengi þessa og veitir fyrirtækjum tækifæri til að tryggja rétta hæfni inn í hvert verkefni án þess að vera bundin af því að ráða starfsmann inn til lengri tíma í fullt starf. Á sama tíma gefur það þeim sem kjósa að starfa sem giggarar tækifæri til sjálfræðis og sveigjanleika.

Hver er þróunin á Íslandi og kostir og gallar gigg hagkerfisins?

SVÞ og Attendus kynna til leiks; Ingu Björg Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra Attendus sem ætlar Miðvikudaginn 2.mars n.k. að fræða okkur um kosti og galla gigg hagkerfisins.

Um fyrirlesara:

Inga Björg lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands og hefur lögmannsréttindi. Hún hefur um langt árabil unnið að ráðgjöf á sviði vinnuréttar, s.s. gerð kjarasamninga, vegna áminninga, uppsagna og starfsloka auk mannauðsstjórnunar, stjórnendaþjálfunar, stefnumótunar, launa- og jafnlaunagreiningar og jafnréttisáætlana.

Sem lögmaður hefur Inga sinnt fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði vinnuréttar, félagaréttar, kröfuréttar, stjórnsýsluréttar og samkeppnisréttar.

Inga var stjórnarmaður í Kviku banka til 2021 og formaður stjórnar TM trygginga frá 2021 og hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur til 2021. Hún er formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar og dómari í Félagsdómi, tilnefnd af fjármálaráðherra.

Hún starfaði sem deildarstjóri kjaraþróunar hjá Eimskip 1999-2003 og sem lögfræðingur hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999, síðasta árið sem staðgengill starfsmannastjóra. Inga Björg hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu og setu í undirnefndum stjórna, þ.á.m. í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar og B hlutafélaga Reykjavíkurborgar. Inga hefur annast stundakennslu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.

ATH!
Viðburðurinn verður haldinn á Zoom
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Dagsetning

2.mars, 2022

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn