Góðar og slæmar leiðir í starfsmannafræðslu.
KOMA SVO… lærum af reynsluboltunum!
Nýtt ár, ný markmið, ný tækifæri!
Hvað þarf til að efla þekkingu og þjálfun mannauðsins á tímum mikilla umbreytinga? Hvað ber að varast?
Fræðsla,þjálfun og endurmenntun starfsfólksins er ein af þremur áhersluatriðum SVÞ Samtaka verslunar og þjónustu þessi misserin. Á þessum morgunfundi í beinni á Zoom fáum við til okkar þrjá reynslubolta í aðgerðaáætlun og framgang á starfsmannafræðslu til að deila með okkur bæði góðum og slæmum leiðum.
Fyrirlesarar:
– Harpa Hödd Sigurðardóttir, fræðslustjóri Eimskip – Vinnustaðamenning og leiðtogaþjálfun í alþjóðlegu umhverfi
– Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey Artic – Að þjálfa leiðtogana á öllum aldursskeiðum –
– Sverrir Hjálmarsson, viðskiptaþróun og ráðgjöf Akademias – Rafræn nálgun í fræðslustarfi –
Spurningar og svör frá þátttakendum.
Dagsetning: Miðvikudagurinn, 11. janúar 2023
Tími: 08:30 – 09:30
Staður: Í beinni á Zoom svæði SVÞ
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smellið hér fyrir aðild.