(Grænar) sjálfbærni fjárfestingar fyrir verslun og þjónustu

Þar sem ekki liggja fyrir skýrar upplýsingar um hvernig frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattaívilnanir fyrir grænar fjárfestingar verður, höfum við tekið ákvörðun um að fresta viðburðinum þar til þau mál skýrast. Við vonumst til að það geti orðið snemma á nýju ári.

Nýlega kynntu stjórnvöld til leiks átta stöðugleikaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við Lífskjarasamninginn.

Þar á meðal eru skattaívilnanir vegna svokallaðra grænna fjárfestinga sem eru hluti af sjálfbærnifjárfestingum, þar sem horft er til þess að flýta afskriftum af nýfjárfestingu, með áherslu á græna umbreytingu og framgang að lofstlagsmarkmiðum, sem gerir fyrirtækjum kleift að ráðast í slíkar fjárfestingar mun fyrr en ella.

Frumvarpið liggur ekki enn fyrir, en mun verða kynnt félagsmönnum um leið og svo verður.

Þangað til viljum við kynna félagsmenn fyrir sjálfbærni- og grænum fjárfestingum og höfum fengið til þess sérfræðing á því sviði, Bjarna Herrera Þórisson, framkvæmdastjóra CIRCULAR Solutions sem mun ræða markaðsþróun og stýra umræðum.

Verið er að staðfesta nákvæmlega fyrirlesara og erindi en þó liggur fyrir að eftirfarandi verði á dagskrá:

Fulltrúar fyrirtækja sem hafa reynslu af grænum og/eða sjálfbærni fjárfestingum
Fulltrúar úr fjármálageiranum með greinargóða þekkingu á grænum og/eða sjálfbærni fjárfestingum
Pallborðsumræður
Spurningar og svör frá fundargestum

Við munum uppfæra upplýsingarnar hér á síðunni eftir því sem endanleg staðfesting á dagsetningu, tíma og gestum liggur fyrir.

Dagsetning

18.nóvember, 2020

Verð

Frítt
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn