Tækifæri hagræðingar fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu

Greiðslumiðlun 2.0

Tækifæri hagræðingar fyrir fyrirtæki í verslunar og þjónustugreinum.

Fólk og fyrirtæki innan samfélags SVÞ er boðið að taka þátt í spennandi Zoom viðburð um framtíð greiðslumiðlunar.

Viðburðurinn, sem ber heitið „Greiðslumiðlun 2.0: Tækifæri hagræðingar fyrir fyrirtæki í verslunar og þjónustugreinum,“ verður haldinn í beinni á Zoom, miðvikudaginn 5. júní 2024, frá kl. 08:30 til 09:30.

Á dagskrá verður áhugaverður fyrirlestur ásamt spjalli sérfræðinga þar sem fjallað verður um greiðslumiðlun, kostnaðarbreytingar, hagræði og möguleika sem gætu haft mikil áhrif á fyrirtæki í framtíðinni.

Við fáum innsýn inn í hver er hagur verslana og neytenda með hagræðingu greiðslumiðlunar.  Skoðum hvað við erum að keppa við sem og veltum upp tækifærinum sem falast með nýjum greiðslulausnum.

Framsöguerindi og innlegg frá:
– Bjarni Gaukur Sigurðsson, Blikk
– Magnús G. Jónsson, Húsasmiðjan
– Steinar Kristjánsson, Bónus

ATH! Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
Smelltu HÉR fyrir aðild.

Skráning nauðsynleg!

Dagsetning

5.júní, 2024

Tími

08:30 - 09:30

Verð

Frítt fyrir félagsfólk SVÞ
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn