Hvernig eru íslensk fyrirtæki að ná hámarks árangri með starfsmannafræðslu?
Samkvæmt nýjustu skýrslu EuroCommerce og McKinsey stendur verslun og þjónusta frammi fyrir einni stærstu áskoun seinni tíma, þegar kemur að sí-og endurmenntun starfsfólks á næstu árum.
Miðvikudaginn, 9.nóvember n.k. fáum við Guðmund Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóra og annar eigandi Akademias að deila með okkur árangursríkum leiðum til að starfsmannafræðsla nái hámarks árangri.
Allir vinnustaðir verða að búa til lærdómsmenningu og allt starfsfólk verður stöðugt að styrkja og bæta við sig færni og þekkingu. Að skipuleggja fræðslustarf er hins vegar tímafrekt, flókið og dýrt. Stjórnendur kvarta yfir áhugaleysi starfsmanna og starfsfólk kallar á sama tíma eftir aukinni fræðslu. Í ofanálag vita fáir hvort fræðslustarfið sé í raun að skila ábata.
Hvernig breytum við stöðunni og náum betri árangri?
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias, mun í fyrirlestrinum deila reynslu Akademias og aðferðum sem allir vinnustaðir geta tileinkað sér svo lærdómur verði hluti af menningu og starfsfólk finni innri hvata til að læra. Ennfremur mun hann fjalla um hvernig vendinám (e. Flipped learning) getur gert starfsmannafræðslu bæði hagkvæmari og árangursríkari með því að styðjast við rafrænar lausnir í bland við hefðbundnari kennslu.
Um fyrirlesarann:
Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og annar eigandi Akademias.
Ennfremur er hann í eigendahóp Hoobla og situr í stjórn félagsins. Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. við Harvard Business School og IESE. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Þetta verður án efa áhugaverður fyrirlestur í beinni á Zoom.
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smelltu hér til að fá aðild.
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!