Hringrásarhagkerfið og hækkun úrvinnslugjalds

Hringrásarhagkerfið og hækkandi úrvinnslugjald

Fundur um fyrirhugaðar breytingar á úrvinnslugjaldi

Úrvinnslugjald er bæði lagt á vörur við innflutning og innlenda framleiðslu. Tekjur af gjaldinu renna í gegnum ríkissjóð til Úrvinnslusjóðs sem ráðstafar þeim m.a. til einkaaðila og sveitarfélaga sem meðhöndla úrgang. Úrvinnslusjóði ber að ná tilteknum markmiðum um endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs.

Í stuttu máli tekur Úrvinnslusjóður yfir svokallað framleiðendaábyrgð, þ.e. ábyrgð innflytjenda og framleiðenda á úrgangi vegna söluvara, þ.m.t. umbúða, og tryggir með fjárframlögum að úrgangurinn rati í réttan farveg.

Um næstu áramót taka gildi lög sem hafa það í för með sér að Evrópuskuldbindingar sem snúa að hringrásarhagkerfinu verða innleiddar í innlendan rétt. Í þeim felst m.a. að lögð verður skylda á innflytjendur og framleiðendur ýmissa vara til að fjármagna úrvinnslu úrgangs fleiri vöruflokka en áður. Jafnframt ber þessum aðilum að fjármagna sérstaka söfnun heimilisúrgangs en samhliða verða merkingar sorptunna samræmdar um allt land, þeim fjölgað, ásamt fjölgun íláta á grenndarstöðvum. Afleiðingar breytinganna munu annars vegar koma fram í hækkun fjárhæða úrvinnslugjalds og hins vegar munu fleiri vöruflokkar en áður bera gjaldið.

Félag atvinnurekenda, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu standa í sameiningu að rafrænum fundi þar sem Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, mun kynna þær breytingar sem eru í farvatninu en einnig forsendur breytinganna.

Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundaforritið Zoom föstudaginn 30. september nk. kl. 10:30.

Þeir sem hafa hug á að sækja fundinn er beðnir um að skrá sig.
Skráðir gestir munu fá sendan hlekk fyrir fundinn.

ATH! Fundurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ, SI, SFS og FA.

Dagsetning

30.september, 2022

Tími

10:30 - 11:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn