Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?
Mental fyrirlestur í beinni á Zoom fyrir félagsfólk SVÞ.
Vertu með á fyrirlestrinum „Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?“
Einstakt tækifæri til að kynna sér helstu þættina sem hafa bein og óbein áhrif á geðheilsu starfsfólks, og hvernig fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólkið sjálft geta skapað vinnuumhverfi sem stuðla að geðheilbrigði og vellíðan á vinnustað.
Farið verður yfir:
– Helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað.
– Helstu atriði í stjórnun og vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks.
– Ábyrgð fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Stuðst er við íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og fjallað verður um þær leiðir til Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og alþjóðleg ráðgjafafyrirtæki hafa lagt til grundvallar í þessum málum.
Fyrirlesari: Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur og stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, kemur til með að leiða okkur í gegnum þessa mikilvægu umræðu.
Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri Mental.
Um Mental ráðgjöf:
Mental ráðgjöf vinnur með fyrirtækjum og stofnunum að því að gjörbylta nálgun þeirra á geðheilbrigði starfsfólks á vinnustöðum. Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja fólk og líðan þess í fyrsta sæti með því að skapa styðjandi og sjálfbæra menningu sem eflir og styður við geðheilbrigði á vinnustöðum. Og með því að setja geðheilbrigði á vinnustöðum á dagskrá! Mental ráðgjöf trúir ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Mental vinnur með stjórnendum í að skapa stefnumótandi nálgun að geðheilbrigði og líðan starfsfólks.
_________
Dagsetning: miðvikudagurinn 4. október 2023
Tími: 08:30 – 09:30
Staðsetning: Í beinni á Zoom svæði SVÞ
Ekki láta þennan geðveikt spennandi viðburð það fram hjá fara!
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smellið hér fyrir aðild.
Skráning nauðsynleg!