Innleiðing og árangur vildarkerfa í verslun.
Framtíð verslunar: Innleiðing og árangur vildarkerfa
Vertu með okkur á þessum spennandi tengsla og fræðsluviðburði þar sem við skoðum möguleika verslana við innleiðingu og notkun vildarkerfa.
Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík,
Dagur: þriðjudaginn 28. maí nk.
⏰ 15:30 – 16:45 (Húsið opnar 15:15)
Af hverju ættir þú að mæta?
Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem starfa í verslun til að öðlast dýpri skilning á því hvernig góð vildarkerfi geta umbreytt viðskiptum þeirra og tengjast öðru fólki í greininni.
Við fáum fólkið með reynsluna, þekkinguna og hugmyndirnar til að gefa okkur innsýn inní nýjustu strauma við innleiðingu og framkvæmd vildarkerfa í verslunum, með áherslu á að hámarka ávinning þeirra. Þá skoðum við hvernig sterkt vildarkerfi getur eflt sambandið við viðskiptavinina, aukið tryggð þeirra og skapað ný tækifæri til vaxtar.
Framsöguerindi;
- Sylvia Clothier Rúdólfsdóttir, svæðisstjóri Boozt á Íslandi
- Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S
- Einar Thor, framkvæmdastjóri Phygital
Vertu viss um að skrá þig og komdu til að kynnast tækifærunum sem geta bætt verslunina þína!
ATH! Takmarkaður fjöldi þátttökusæta.
______
SVÞ er samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum, ef þú ert ekki nú þegar hluti af samfélaginu, smelltu HÉR til að kynna þér aðild.