10 mikilvægustu atriðin í innleiðingu á upplýsingatækni – og algeng mistök

Við val á nýju upplýsingakerfi er mikilvægt að hafa í huga nokkur atriði sem geta skipt sköpum við að innleiðingin takist vel.

Að hverju þarf að huga? Hver er lykilinn að því að innleiðing takist vel? Hvert er markmið með nýrri innleiðingu?
Getum við hagrætt og sparað? Hverjir þurfa að koma að verkefninu? Hverjar eru nýju stafrænu áskorarnar?
Hverju þarf að breyta?

Og hver eru helstu mistökin.

Í þessu fyrirlestri mun Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars, fara yfir ofangreint og leiða okkur í allan sannleikann um hvernig við getum á sem einfaldastan og árangursríkan hátt innleitt tæknina í fyrirtækið okkar þannig að hún komi að sem allra mestu gagni – og hvað eru helstu mistökin sem ber að forðast.

Fyrirlesari er Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars

Rúnar er með BSC í rafmagnstækni og OPM frá Harvard Business skóla í Boston. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í bæði bókhaldi, tækni og CRM lausnum. Rúnar var var stofnandi og framkvæmdastjóri Tæknivals til 20 ára. Hann hefur stofnað fjölda fyrirtækja og komið að rekstri, ráðgjöf og uppbyggingu þeirra. Rúnar hefur áratuga reynslu úr fyrirtækjareksti og ráðgjöf við innleiðingu á upplýsingakerfum hvort sem um er að ræða bókhaldslausnir, netkerfi, símkerfi eða CRM kerfi.

Um Svar

Svar byggir á 40 ára sögu og á rætur að rekja í símtækni og netkerfum. Með breyttri tækni og sífellt aukinni þörf á að innleiða stafrænar heildarlausnir fyrir minni og meðalstór fyrirtæki hefur Svar unnið að umbreytingum á rekstrinum. Nú er megináherslan lögð á stafrænar lausnir, og upplýsingakerfi, IP símkerfi, nettengingar, CRM lausnir og fleira er styðja við stafræna tækni. Þau hjá Svar telja að hagræðing með stafrænni tækni geti numið allt að 40 til 50% í tímasparnaði og ekki sé nú talað um að bókhaldið er alltaf uppfært daglega. Í dag starfa hjá fyrirtækinu 17 starfsmenn með mikla reynslu í tækni, viðskiptafræði, bókhaldi og endurskoðun.

Dagsetning

20.október, 2021

Tími

08:30 - 09:30
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík