Jólagleði í stjórnun

Jólagleði í stjórnun: Leiðir til árangursríkrar jólavertíðar

Góð ráð fyrir stjórnendur inn í jólavertíðina.

Jólavertíðin er alltaf skemmtilegur tími í verslun, þá er hversdagsleikinn brotinn upp og oft er boðið upp á ýmsar uppákomur, viðburði eða veitingar ásamt því að jólalögin óma. Allt er gert til að taka vel á móti fjölbreyttri flóru viðskiptavina sem flæðir inn í verslanir. En svona vertíð reynir líka heilmikið á starfsfólk, henni fylgir aukið álag, lengri vinnutími, mikill undirbúningur og oft þreyttir og pirraðir viðskiptavinir.

Það er mikilvægt að stjórnendur reyni að styðja vel við sitt starfsfólk og fylgi því í gegnum þennan skemmtilega en krefjandi tíma og það er ekki síður mikilvægt að þeir hugi að sjálfum sér.
Á þessum fyrirlestri fáum við reynslubolta í mannauðstjórnun, hana Eddu Björk Kristjánsdóttur frá Húsasmiðjunni sem ætlar að fara yfir ýmis góð ráð og tillögur sem stjórnendur geta nýtt sér í þessum efnum.

Fyrirlesari: Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðstjóri Húsasmiðjunnar.
En Edda er með víðtæka reynslu af mannauðsmálum, markþjálfun og viðburðastjórnun – bæði í verslun og ferðaþjónustu.

Um Húsasmiðjuna.
Húsasmiðjan er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Húsasmiðjan býður upp á breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði um allt land og rekur 14 verslanir undir merkjum Húsasmiðjunnar. Auk þess eru starfræktar 7 verslanir Blómavals, Ískraft og eru þessar verslanir samtals 30 á landsvísu.

Húsasmiðjan er hluti af samfélagi fólks og fyrirtækja innan SVÞ.

_______
ATH! Fyrirlesturinn er einungis í boði fyrir fólk og fyrirtæki innan samfélags SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Smelltu HÉR til að kynna þér aðild.

Skráning nauðsynleg.

Dagsetning

29.nóvember, 2023

Tími

08:30 - 09:30

Verð

Gjaldfrjálst fyrir félagsfólk innan SVÞ
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn