Journey mapping vinnustofa

Frí vinnustofa fyrir SVÞ félaga í „Journey Mapping“ – kortlagningu notendaupplifunar

Í framhaldi af fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, 18. febrúar sl. um „Journey Mapping“ og aðrar notendamiðaðar aðferðir til að hámarka árangur fyrirtækja bjóðum við SVÞ félögum upp á fría vinnustofu í kortlagningu notendaupplifunar.

Á þessari vinnustofu ætlum við að dýfa tánum í notendamiðuðu laugina. Við ætlum að læra hvernig við getum nýtt okkur persónur til að setja okkur í spor notenda og læra að kortleggja notendaferðalög til að bæta ákvarðanatöku. Að kortleggja notendaferðalög er leið til að fá yfirsýn yfir upplifun notenda á vöru eða þjónustu. Með því að kortleggja alla snertipunkta við ferlið, tilfinningar, langanir, vandamál og þarfir höfum við verkfæri til að koma á auga á viðskiptatækifæri eða umbótatækifæri sem skapa virði fyrir viðskiptavini okkar og þannig skapa traustari viðskiptasambönd.

Ef þú varst ekki búin(n) að sjá fyrirlesturinn, geturðu horft á hann hér fyrir neðan (eða rifjað hann upp, ef þú varst á staðnum). Mikilvægt er að hafa horft á hann, áður en tekið er þátt í vinnustofunni.

Berglind Ragnarsdóttir, stjórnendaráðgjafi og þjónustuhönnuður hjá CoreMotif

Berglindi Ragnarsdóttir hefur frá áramótum starfað sem stjórnendaráðgjafi hjá CoreMotif ehf. Berglind starfaði áður hjá fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem hún sinnti m.a. þjónustuhönnun, vöru-og verkefnastýringu í verkefnum tengdum island.is fyrir Stafrænt Ísland. Berglind er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði með áherslu á stjórnun og nýsköpunarhagfræði frá Chalmers, tækniháskólanum í Gautaborg og B.sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er sérfræðingur í hönnunarhugsun og hefur áralanga reynslu af stjórnun hönnunarspretta. Berglind starfaði við vöruþróun og þjónustuhönnun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Centiro AB í Svíþjóð þar sem hún starfaði meðal annars með fyrirtækjum eins og Nike, John Lewis, DHL og IKEA. Berglind er einn stofnanda grasrótarsamtakanna Þjónustuhönnun á Íslandi (ÞáÍ), þar sem hún situr í stjórn.

CoreMotif

CoreMotif er stjórnendaráðgjafafyrirtæki sem var stofnað árið 2013 og hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. CoreMotif hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að leysa flókin vandamál, hvort sem um ræðir mótun og innleiðingu nýrrar stefnu, þegar uppfylla þarf flóknar reglugerðir, breyta vinnulagi og verkferlum eða klára flókin verkefni með farsælum hætti. Fyrirtækið nálgast verkefni með heildrænum hætti þar sem fólk, ferlar og tækni eru tekin með í reikninginn.

ATH! Eingöngu er pláss fyrir 5 hópa með mest 6 þátttakendum í hverjum hóp. Það er því mikilvægt að skrá einn aðila frá hverju fyrirtæki hér fyrir neðan en velja miðafjölda eftir því hversu margir koma frá því fyrirtæki. Við áskiljum okkur rétt til að aflýsa vinnustofunni ef ekki reynist næg þátttaka og til þess að afboða skráða þátttakendur ef samsetning í fjölda hópa yrði til þess að vinnustofan nýttist illa.

Dagsetning

25.febrúar, 2020

Tími

08:30 - 12:00

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík