Journey Mapping - Berglind Ragnars

Morgunfyrirlestur: „Journey Mapping“ og aðrar notendamiðaðar aðferðir til að hámarka árangur fyrirtækja

Framsæknustu fyrirtæki heims endurskipuleggja starfsemi sína út frá þörfum viðskiptavina sinna. Þannig hámarka þau hagnað og auka ánægju viðskiptavina. Hönnunarhugsun er aðferðafræði sem hefur margsannað sig við lausn ýmiss konar vandamála innan fyrirtækja, allt frá endurskoðun innri og ytri ferla til vöru-og þjónustuþróunar. Hún byggir á notendamiðaðri nálgun við lausn vandamála þar sem fókusinn er á fólk, prófanir og ítranir áður en farið er í kostnaðarsama framleiðslu. Í fyrirlestrinum ræðir Berglind Ragnarsdóttir hönnunarhugsun og hverju það breytir að hugsa ferla fyrirtæksins út frá viðskiptavinum í stað innri ferla.

Berglind Ragnarsdóttir, stjórnendaráðgjafi og þjónustuhönnuður hjá CoreMotif

Berglindi Ragnarsdóttir hefur frá áramótum starfað sem stjórnendaráðgjafi hjá CoreMotif ehf. Berglind starfaði áður hjá fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem hún sinnti m.a. þjónustuhönnun, vöru-og verkefnastýringu í verkefnum tengdum island.is fyrir Stafrænt Ísland. Berglind er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði með áherslu á stjórnun og nýsköpunarhagfræði frá Chalmers, tækniháskólanum í Gautaborg og B.sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er sérfræðingur í hönnunarhugsun og hefur áralanga reynslu af stjórnun hönnunarspretta. Berglind starfaði við vöruþróun og þjónustuhönnun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Centiro AB í Svíþjóð þar sem hún starfaði meðal annars með fyrirtækjum eins og Nike, John Lewis, DHL og IKEA. Berglind er einn stofnanda grasrótarsamtakanna Þjónustuhönnun á Íslandi (ÞáÍ), þar sem hún situr í stjórn.

CoreMotif

CoreMotif er stjórnendaráðgjafafyrirtæki sem var stofnað árið 2013 og hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. CoreMotif hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að leysa flókin vandamál, hvort sem um ræðir mótun og innleiðingu nýrrar stefnu, þegar uppfylla þarf flóknar reglugerðir, breyta vinnulagi og verkferlum eða klára flókin verkefni með farsælum hætti. Fyrirtækið nálgast verkefni með heildrænum hætti þar sem fólk, ferlar og tækni eru tekin með í reikninginn.

Dagsetning

18.febrúar, 2020

Tími

08:30 - 09:30

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík