Kynning á skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu um niðurstöður eftirlitsaðila

Ársreikningaskrá Skattsins boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 12. júní kl. 9:15 um niðurstöður eftirlitsaðila á evrópska efnahagssvæðinu með reikningsskilum útgefenda. Auk þess farið verður yfir eftirlit á Íslandi ásamt væntanlegu eftirliti með sjálfbærniskýrslum.

Hvar: Hjá Skattinum, Katrínartúni 6 og í streymi á Teams
Hvenær: 12. júní kl. 09:15. Húsið opnar kl. 9.

Halldór I. Pálsson, sérfræðingur hjá Ársreikningaskrá, mun fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar auk þess sem hann mun fara yfir hvernig eftirliti er háttað hér á landi og fjalla lauslega um væntanlegt eftirlit með sjálfbærniskýrslum.

Fundurinn er til upplýsingar fyrir stjórnendur, endurskoðendur og aðra sem að gerð reikningsskila koma.

Nánari upplýsingar og skráning HÉR! 

Dagsetning

12.júní, 2024

Tími

09:15 - 10:15

Frekari upplýsingar

Lesa meira
SKRÁ