
Kynningar og fræðslufundur fyrir félagsfólk BGS
Sérstakur fræðslufundur um starfsmanna- og kjaramál fyrir félagsmenn BGS
Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum innan vébanda BGS upp á fræðslufund um starfsmannamál og kjarasamninga sem er sérstaklega sniðin að þörfum félagsmanna BGS.
Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað.
Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna og kynna einnig til leiks þá þjónustu sem félagsmönnum BGS býðst hjá samtökunum.
Fundurinn á að gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu.
SKRÁNING NAUÐSYNLEG