Framtíðin er í þínum höndum | Laufið mælaborðið
Heimurinn stendur á krossgötum og við þurfum öll að taka þátt í stærstu áskorun okkar hingað til, loftslagsvandanum.
Á þessum viðburði mun Bjarki Pétursson, einn stofnenda Laufsins, sem er íslenskur stafrænn vettvangur, fjalla um hvernig þitt fyrirtæki getur mætt þessari áskorun og hvers vegna það er ekki kostur að sitja hjá.
Fyrirlesari: Bjarki Pétursson, einn stofnenda Laufsins.
Bjarki Pétursson er einn af stofnendum Laufsins og hefur undanfarin tvö ár unnið að lausninni með helstu stofnunum umhverfismála á Íslandi. Bjarki hefur mikla reynslu á sviði verslunar og þjónustu eftir að hafa unnið fyrir stór íslensk fyrirtæki á borð við Haga, Skeljungs, Ölgerðina og Símann ásamt því að hafa unnið sem ráðgjafi fyrir á þriðja hundrað íslensk fyrirtæki.
Hvað er Laufið?
Laufið er fyrsta græna íslenska upplýsinga-veitan. Henni er ætlað að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.
ATH! Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Skráning nauðsynleg.