Listin að hakka fólk | Örfyrirlestur um netöryggi
Hvernig er sálfræði eitt sterkasta vopn hakkarans?
Ekki missa af þegar Hörn Valdimarsdóttir, sérfræðingur í netöryggismálum, blæs nýju lífi í öryggisfræðslu með spennandi örfyrirlestri um hvernig hakkarar beita klækjum og sálfræði til að ná fram sínu.
Við vitum öll að við eigum ekki að smella á ókunnuga hlekki og setja upp vírusvarnir, en hakkarar eru sífellt að fínpússa sínar aðferðir. Vertu með og kynntu þér nýjar hliðar samskiptablekkinga (e. social engineering) sem ógna öryggi okkar allra á netinu.
Frá mannauðsmálum að öryggismálum, Hörn hefur einstaka reynslu frá fyrirtækjum eins og Tempo Software og Syndis, og starfar nú sem rekstrarstjóri hjá Defend Iceland.
Við búum í síbreytilegum heimi þar sem öryggismál eru brýnni en nokkru sinni, hvort sem um er að ræða stórfyrirtæki eða örfyrirtæki – þvert á allar atvinnugreinar. Við hvetjum því rekstraraðila til þess að vera með í beinu streymi þegar Hörn segir okkur frá listinni að hakka fólk.
Dagsetning: 31. maí 2024
Tími: 10:00 – 10:30
Staður: Facebook LIVE (Smella HÉR)
Aðgangur er frír en fyrirlesturinn er í boði SAG og SVÞ, og framkvæmdur í samstarfi við Syndis.
✨ PS. Ekki gleyma að gera „Going“ á viðburðinn á Facebook svo þú fáir tilkynningu þegar fyrirlesturinn hefst.