_Er áætlun um starfslok mannauðsmál (Facebook Video)

Lykilþættir lífeyrismála:Er áætlun um starfslok mannauðsmál?

Skoðum áhrif lífeyrismála á mannauðsmálin.

Mikilvægar upplýsingar fyrir alla sem sjá um rekstur og mannauðsmál.

Við svörum m.a. eftirfarandi spurningum:

✔ Hver er áhugi fólks á að fá lífeyri frá 60 ára aldri?
✔Hvernig og hvenær fólk vill hætta að vinna eða minnka við sig?
✔Hvað þekkir fólk af stefnu um starfslok vegna aldurs á sínum vinnustað? Dæmi um slíka stefnu.
✔Hvernig er hægt að nýta live.is til fræðslu fyrir starfsfólk á öllum aldri, fræðslutorg LV og fleira?

Áætlun um starfslok: Mótun framtíðar með LV

Allir sem koma að gerð ráðningarsamninga við starfsfólk eða starfa að mannauðsmálum ættu að hafa góða almenna þekkingu á lífeyrismálum.

Í þessu erindi verður fjallað um hvernig fyrirtæki geta aukið ánægju og öryggi starfsfólks með því að kynna þeim lykilþætti lífeyrismála og bjóða þeim fræðslu um lífeyrismál á vinnustaðnum.

Farið verður yfir hvernig hægt er að nota nýjan vef sjóðsins live.is og fræðslutorg LV til að kynna lífeyrismál fyrir mismunandi hópum starfsmanna s.s. þeir sem eru að byrja á vinnumarkaði, þeir sem takast á við veikindi eða makamissi, þeir sem undirbúa starfslok og svo framvegis.

Þá verða kynntar upplýsingar úr könnunum um hvenær og hvernig fólki langar að skipuleggja sín starfslok og dæmi um leiðir til að mæta starfsfólki með skýrri stefnu um starfslok vegna aldurs.

Fyrirlesarar:  Hildur Hörn Daðadóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs LV og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri LV.

Um LV:
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti opni lífeyrissjóður landsins með yfir 67 ára farsæla sögu.
Sjóðurinn er eign sjóðfélaga og allur árangur hans skilar sér til þeirra. Allir launþegar og sjálfstætt starfandi geta greitt til LV.

ATH! Viðburðurinn er einungis opinn fyrir fólk og fyrirtæki innan samfélags SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Smelltu hér til að skoða aðild.

Dagsetning

10.janúar, 2024

Tími

08:30 - 09:30
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn