Menntamorgun Samtaka atvinnulífsins
Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.
Menntamorgnar hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 5. janúar kl. 09:00-10:00 undir yfirskriftinni Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – Lykill að framsæknu atvinnulífi.
Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks, fjallar þar um tilnefningarferli menntaverðlaunanna og hvernig fyrirtæki geta sett sér skýr markmið í menntamálum.
Þá koma verðlaunahafar fyrri ára og fara yfir áherslur sínar í menntamálum innan fyrirtækjanna; Knútur hjá Friðheimum og Gunnar Egill hjá Samkaupum.
Fundurinn er hugsaður sem hvatning fyrir fyrirtæki og upptaktur að Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram 14. febrúar nk.
SA og öll aðildarsamtök standa að menntamorgnum sem og Menntadegi atvinnulífsins.
Dagur: fimmtudagurinn 5.janúar 2023
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Tími: 09:00 – 10:00
Öll velkomin.
Skráning í mætingu eða streymi hér: