Morgunfyrirlestur - BravoEarth

Morgunfyrirlestur: Umhverfisstefna – frá fyrirsögn til framkvæmdar

Fyrirtæki um allan heim eru að móta og innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun, nýta auðlindir betur og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækisins og er því mikil áskorun fólgin í innleiðingu, þ.e. að framfylgja stefnunni.

Í fyrirlestrinum verður farið í uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar, hverjar eru helstu áskoranir innan sem utan veggja fyrirtækisins, s.s. greining innri og ytri hagsmunaaðila, hvaða flokka unnið er með, skilgreining á meginmarkmiðum og hvernig þau eru brotin niður í verkefni og matsramma. Fjallað er um innleiðingu og farið yfir þau kerfi sem hægt er að nýta við mælingu á kolefnisspori og utanumhald verkefna.

Fyrirlesarar eru þau Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri BravoEarth og Kjartan Sigurðsson, kennari við Háskólann í Reykjavík.

Í framhaldinu býðst fyrirtækjum innan SVÞ að taka þátt í vinnustofum þar sem þau geta unnið að gerð umhverfisstefnu undir handleiðslu Vilborgar og Kjartans.

Vilborg Einarsdóttir

Vilborg Einarsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth ehf. Vilborg með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Verslunarháskólanum í Árósum. Vilborg er meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Mentors ehf. Hún hefur yfirgripsmikla reynslu bæði úr menntageiranum og úr atvinnulífinu. Sat t.d. í stjórn Íslandsstofu, Tækniþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Vilborg var stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun auk þess að hafa haldið fjölda fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis varðandi menntun, nýsköpun og að byggja upp alþjóðlegt þekkingafyrirtæki.

Kjartan Sigurðsson

Kjartan Sigurðsson er kennari og verkefnastjóri við Háskólann í Reykjavík. Kjartan hefur umsjón með framkvæmd og innleiðingu á PRME (Principles for Responsible Management Education) í HR, en PRME er frumkvæði Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegt samstarf viðskiptaháskóla til að efla menntun á svið samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfbærni og viðskiptasiðferðis. Kjartan er með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í Félagsfræði frá Háskóla Íslands og mun ljúka doktorsnámi frá HR árið 2020. Kjartan hefur víðtæka reynslu sem framkvæmdastjóri og frumkvöðull og hefur einnig starfað víða í Evrópu og á Íslandi við ráðgjöf á innleiðingu og framkvæmd áætlanagerða í fyrirtækjum á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, sjálfbærni og nýsköpunar. Kjartan hefur víðtæka reynslu á sviði rannsókna á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, en rannsóknir hans fela meðal annars í sér skoða hvort að fyrirtæki hafi hagsmuni af því að innleiða og móta stefnu fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

BravoEarth

BravoEarth er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki með hugbúaðarlausn sem auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og innleiða umhverfisstefnu í starfsemi sína.

Dagsetning

7.janúar, 2020

Tími

08:30 - 10:00

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík