Nýtt verkfæri í ákvarðanatökubox stjórnenda – Kynning á upplýsingaveitu Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viðburður SVÞ

Nýtt verkfæri í ákvarðanatökubox stjórnenda

Kynning á upplýsingaveitu Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

Gagnadrifin stjórnun

Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt.

Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið varð að veruleika seint á síðasta ári þegar rannsóknasetrið opnaði nýjan notendavef, Sarpinn. Sarpurinn er upplýsingaveita þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.

Á viðburðinum Nýtt verkfæri í ákvarðanatökubox stjórnenda – Kynning á upplýsingaveitu Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) mun forstöðumaður RSV, Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, fara í gegnum Sarpinn og innihald hans með félagsfólki SVÞ.

Aðildarfyrirtækjum SVÞ býðst í kjölfarið af kynningunni gjaldfrjáls prufuáskrift að Sarpinum til 1. maí nk.

Fyrirlesari: Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
Um fyrirlesara: Sigrún Ösp er hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Sigrún vann á Hagstofu Íslands við gagnaöflun með háskólanámi en var síðan ráðin sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar að loknu námi. Í nokkur ár vann hún svo fyrir stéttarfélög háskólafólks áður en hún tók við starfi forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar árið 2021. Sigrún er topp neytandi og mikill áhugamaður um verslun, gagnagreiningu og tölfræði. Á þeim tíma sem hún hefur gegnt starfi forstöðumanns RSV hefur hún lagt megin áherslu á að gera RSV að „one stop shop“ fyrir alla sem vilja nálgast upplýsingar um verslun og þjónustu í landinu.

Um Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV):
RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Á notendavef RSV, Sarpinum, er hægt að nálgast allar upplýsingar og göng er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

ATH!
Viðburðurinn verður haldinn í beinu streymi á Zoom og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
Smelltu hér fyrir aðild.

Skráning er nauðsynleg!

Dagsetning

29.mars, 2023

Tími

08:30 - 09:30

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn