Rafræn ferilbók

Rafræn ferilbók – skráning og notkun

Kynning á rafrænni ferilbók!

Rafræn ferilbók lýsir störfum í iðnaði og hæfnikröfum starfa. Þær innihalda lýsingu á verkþáttum og hæfni sem iðnnemar þurfa að búa yfir við lok starfsnáms og tengir saman þjálfun sem fer fram á vinnustað og kennslu á námsbrautum viðkomandi framhaldsskóla.

Nú hefur rafræn ferilbók verið innleidd í kjarasamninga og fara laun iðnnema því eftir framgangi nema. Því er mikilvægt að hún sé rétt notuð. Ef þitt fyrirtæki er á birtingarskrá yfir þá aðila sem bjóða upp á pláss fyrir iðnnema í bílgreinum hvetjum við þig til að taka þátt en einnig ef þú ert eitt af þeim fyrirtækjum sem ert að huga að því að bjóða upp á nemapláss.

Hvað: Rafræn ferilbók.
Hvar: TEAMS.
Hvenær: 11. apríl, kl. 10:30 – 11:30.

Af hverju ættir þú að mæta?

Birtingaskrá: Menntamálastofnun heldur utan um birtingaskrá sem er listi yfir fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám.
Skráning og notkun: Mikilvægt er að neminn og meistarinn fari reglulega yfir verkefni vinnustaðanámsins, ræði næstu skref o.fl. og skrái ferilbókina.
Hlutverk meistara og tilsjónarmanna: Á vinnustað metur meistarinn og/eða tilsjónarmaður hvort neminn hafi öðlast tilskylda færni í verkefnum á vinnustaða og staðfesta í ferilbók.

Ekki missa af þessu tækifæri til að auka færni þína og reynslu þegar kemur að því að nýta rafræna ferilbók rétt.

Við hlökkum til að sjá þig!

Skráning nauðsynleg!

Dagsetning

11.apríl, 2024

Tími

10:30 - 11:30

Verð

FRÍTT
TEAMS

Staðsetning

TEAMS