Hádegisfundarröð SA CSRD sjálfbærnisráðgjöf fundur I af IV

Sjálfbærnislöggjöf CSRD | Almennar kröfur og upplýsingar

Morgunfundarröð samtaka innan SA & Podum – Fundur I af IV

SA og Podium ehf. taka höndum saman og halda morgunfundaröð um sjálfbærnilöggjöf CSRD og innleiðingu ESRS staðalsins. Tilgangur fundanna er að auka þekkingu og koma fræðslu til félagsmanna SA og aðildarsamtaka sem munu þurfa að skila inn upplýsingum skv. sjálfbærnireglugerð Evrópusambandsins CSRD og staðlinum ESRS.

Fyrsti fundurinn er:

6. febrúar kl. 09:00 – 10:00

Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
Salur: Hylur 1.hæð

Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu

ESRS 1&2- Almennar kröfur og upplýsingagjöf
Innleiðing ESRS staðla um sjálfbæra upplýsingagjöf – hvar á að byrja?
-Eva Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Podium ehf.

Tvöföld mikilvægisgreining hjá olíufélagi í sjálfbærnivegferð.
-Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, sjálfbærni – og öryggisstjóri hjá Skeljungi.

20 mínútna umræður.

ATH! Allar nánari upplýsingar og skráningarhlekkur á alla fjóra viðburðina SJÁ HÉR!

____________

Hvað er CSRD og á þetta við um mitt fyrirtæki?

CSRD er tilskipun um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja sem kemur í stað núverandi krafna í lögum um ársreikninga um ófjárhagslega upplýsingagjöf (grein 66.d).

Tilskipuninni fylgir nýr staðall, European Sustainability Reporting Standards (ESRS), sem segja til um hvernig skuli birta upplýsingarnar sem fjallað er um í CSRD. Staðlarnir byggja á tveimur almennum viðmiðum, ESRS 1&2, og 10 viðmiðum um umhverfis-, félagslega þætti og stjórnarhætti. Einnig er krafa um að fyrirtæki framkvæmi tvöfalda mikilvægisgreiningu.

SMELLIÐ HÉR fyrir nánari upplýsingar.

Hér má sjá skýrimynd um gildissvið og tímalínu CSRD innan Evrópusambandsins:
CSRD skýringamynd 2024

 

Dagsetning

6.febrúar, 2024

Tími

08:30 - 10:00

Frekari upplýsingar

SKRÁNING
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING