Skapandi vinnuumhverfi sem byggir á stöðugum lærdóm

Hvað þarf til að vera leiðtogi í skapandi hugsun?  Hvernig gera stjórnendur lærdóm og þekkingu hluta af menningu fyrirtæksins?

Þessum spurningum og fleirum ætlar Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias að svara á morgunviðburði SVÞ miðvikudaginn 9.mars n.k.

Um fyrirlesarann:

Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m.  við Harvard Business School og IESE. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.

Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti.

ATH!
Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur öllu félagsfólki SVÞ.

Dagsetning

9.mars, 2022

Tími

08:30 - 10:00

Verð

FRÍTT
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík