Stafræn innleiðing á mannamáli

Stafræn innleiðing á mannamáli | Örnámskeið

Stafræn innleiðing á máli stjórnenda
Fyrirlesari: Guðmundur Arnar Þórðarson, meðeigandi hjá Intellecta

Ertu stjórnandi?  Stendur þú frammi fyrir áskorun á stafrænni innleiðingu?

Ertu að velta fyrir þér einhverju að neðantöldu;

– Hvernig get ég nýtt stafræna umbreytingu mínu fyrirtæki til framdráttar?
– Þarf ég að hafa tölvudeild – Hvaða aðra valkosti hef ég – Kostir og gallar
– Geta skrifstofuróbótar gert gagn í mínu fyrirtæki og hvað geta þeir gert?
– Hvað eru tölvuský og hvers vegna ætti ég að nýta þau?
– Hvaða öryggisógnanir eru í umhverfinu og hvað er skynsamlegt fyrir stjórnendur að gera ?
– Hvaða þekkingu í starfsfólki á ég að leita eftir þegar ég vil nýta upplýsingatækni sem best?
– Hvernig tengist viðskiptastefna og tæknistefna?
– Upplifun viðskiptavina – Er þetta enn eitt upplýsingatæknibullið?
– Hverjar eru nýjar aðferðir í stjórnun og vinnslu upplýsingatækniverkefna – Hverjar eru mestu framfarir í greininni frá aldamótum?

Miðvikudaginn 25.janúar 2023 býðst félagsfólki SVÞ að taka þátt í sérstöku námskeiði fyrir stjórnendur í stafrænni innleiðingu undir handleiðslu Guðmundar Arnars Þórðarsonar meðeigandi hjá Intellecta.

Markmiðið er að stjórnendur sem hafa áhuga, takmarkaða reynslu eða vilja fá betri vissu geti gripið tækifæri við hagnýtingu á upplýsingatækni sínu fyrirtæki til framdráttar.

Efni námskeiðsins er mótað af reynslu Intellecta af samstarfi við eigendur og stjórnendur ásamt stjórnun verkefna t.d. við stafræna framþróun, tengsl stjórnunar við öryggismál, skýjalausnir og samþættingu, upplifun viðskiptavina og hagræðingu.

Um Intellecta:
Intellecta er sjálfstætt óháð þekkingarfyrirtæki sem starfar á þremur meginsviðum; Ráðgjöf, ráðningar og rannsóknir. Í dag eru flest verkefni Intellecta tengd upplýsingatækni sem og fjöldi ráðninga eru vegna upplýsingatækni starfa.

____________

Dags: Miðvikudagurinn 25.janúar 2023
Tími:   08:30 – 10:30
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Salur: Hylur 1.hæð 

_____________

ATH! Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Smellið hér fyrir aðild.

Skráning nauðsynleg.

Dagsetning

25.janúar, 2023

Tími

08:30 - 10:30

Verð

FRÍTT
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík