Kynning á stafræna hæfnisklasanum

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Í þessum áhugaverða fyrirlestri mun Eva Karen Þórðardóttir framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans segja okkur frá Stafræna hæfniklasanum og hvernig hans starfsemi getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.

Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021.  Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.

Um fyrirlesara:
Eva Karen hóf störf hjá Stafræna Hæfniklasanum haustið 2021 en fyrir það hefur hún komið víða við. Eva Karen er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf og hefur starfað þar ásamt öðrum verkefnum síðan 2017. Eva Karen er lærður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands, hefur lokið mastersgráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, árið 2019 kláraði hún MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík.

Áður en Eva Karen tók við starfi framkvæmdastjóra hæfniklasans starfaði hún sem fræðslustjóri Símans. En fræðslumál, breytingastjórnun og að ná því allra besta fram í teyminu hefur verið hennar áherslupunktur alla tíð hvort sem það hefur verið í gegnum stjórnun, ráðgjöf eða sem þjálfari. Síðustu ár hefur tæknin verið að ryðja sér fram og það er ekki nóg að fyrirtækin stafvæðist og leggi áherslu í að auka tækni og þróun því að fólkið þarf að koma með. Stafræn hæfni þarf að fylgja þar að og jafnvel vera skrefi á undan. Undanfarin ár hefur Eva Karen verið að vinna með fyrirtækjum að hæfnigreiningum, hvernig má finna leiðir til að auka hæfni innan fyrirtækja og skoða hvaða hæfni þarf að auka miða við þá stefnu sem fyrirtækið er að taka.

Um Stafræna hæfnisklasann:
Stafræni hæfniklasinn er sjálfseignarstofnun og samstarfsverkefni af SVÞ, VR, HR og Íslenskum stjórnvöldum.

Verkefni Stafræna hæfniklasanum er að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu. Á vettvangi klasans verði fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi, auk þess að stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsmanna svo þau geti með öryggi og vilja verið þátttakendur í þessari vegferð. Með Stafræna hæfniklasanum verði til samfélag þar sem fyrirtæki og starfsfólk getur leitað til í sinni stafrænnu vegferð, hvort sem það er til að fá ráðgjöf, hlusta á raunsögur eða efla sína stafræna hæfni hjá sjálfum sér eða öðrum. Mikilvægt er að til sé óháður vettvangur þar sem hægt er að leita jafningjafræðslu, fá aðstoð og ábendingar í stafrænni vegferð. Stafræna bilið verður ekki brúað öðruvísi en með samvinnu.

Sjá nánar á: STAFRAENT.IS

Dagsetning

4.maí, 2022

Tími

08:30 - 10:00

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn