Umbúðir og endurvinnsla

Umbúðir og endurvinnsla: Hvernig getur þitt fyrirtæki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið?

Með aukinni meðvitund um sjálfbærni og umhverfismál fylgir einnig aukin meðvitund um þau vandamál sem umbúðir valda – og hvað þá þær sem innihalda plast. Endurvinnsla hefur aukist, en enn má gera betur og sú staðreynd blasir við að ekki eru allar umbúðir auðveldlega endurvinnanlegar.

Við fáum til okkar sérfræðinga til að fræða okkur um umbúðir og þróun þeirra, mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum og það mikilvæga mál sem endurvinnsla er.

Á viðburðinum færðu svör við mörgum af þeim spurningum sem á þér brenna varðandi hvernig þú getur gert þína verslun eða þjónustufyrirtæki umhverfisvænna þegar kemur að umbúðum, plasti og endurvinnslu.

Erindi og fyrirlesarar:

Líf Lárusdóttir

Mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra (áður Gámaþjónustan)

 

Jónína Guðný Magnúsdóttir
Endurvinnsla og nýsköpun umbúða

Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Terra (áður Gámaþjónustan)

 

Áslaug Hulda Jónsdóttir
Plast og peningar

Áslaug Hulda Jónsdóttir, einn af eigendum Pure North Recycling og framkvæmdastjóri Fenúr – fagráðs um endurnýtingu og úrgang

 

Um Terra

Terra (áður Gámaþjónustan) býður fyrirtækjum, sveitarfélögum og heimilum víðtæka umhverfisþjónustu. Terra aðstoðar við söfnun og flokkun endurvinnsluefna og úrgangs á umhverfisvænan hátt og búa jafnframt til verðmæti í gegnum endurvinnslu eins og jarðgerð á lífrænum efnum. Að auki býður Terra upp á móttöku og meðhöndlun spilliefna, raf- og rafeindatækja sem og gáma- og smáhýsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum.

Um Pure North Recycling

Pure North Recycling er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast. Fyrirtækið hefur þróað aðferð í endurvinnslu plasts þar sem jarðvarmi er í forgrunni sem aflgjafi. Engin kemísk efni eru notuð í endurvinnsluferlinu þannig að vinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert sótspor.

Dagsetning

23.október, 2019

Tími

08:30 - 10:00
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík