Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023
Umhverfisdagur atvinnulífsins: Á rauðu ljósi?
Dags: 29. nóvember 2023
Staður: Harpa tónleikahús,
Salur: Norðurljós,
Tími: 15:00 – 16:30.
Allur nóvembermánuður verður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi Loftslagsvegvísum atvinnulífsins.
– SMELLTU HÉR til að fylgjast með hlaðvarpsþáttum.
Dagurinn í ár er tileinkaður Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem afhentir voru Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á vormánuðum.
Þar komu fram 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna.
Dagskrá lýkur með hinum árlegu Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir.
Dagskrá:
- Setning Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Orkuframleiðsla og aðgengi að orku.
- Kynning á stöðunni og pallborðs umræður.
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, stýrir umræðum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar IS
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar H2
Einföldun regluverks
- Kynning á stöðunni og umræður.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stýrir umræðum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
Bogi Nils, forstjóri Icelandair
Álfheiður Ágústdóttir, forstjóri Elkem Ísland og leiðtogi vegvísis um kísiliðnað
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður Sjálfbærni hjá Landsbankanum
Fjárhagslegir hvatar til fjárfestinga
- Kynning á stöðunni og umræður
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrir umræðum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra
Björn Ingi Viktorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BRIM
Innviðauppbygging
- Kynning á stöðunni og umræður
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, stýrir umræðum
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Agla Huld Þórarinsdóttir, yfirmaður sjálfbærnimála Eimskips
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborg og leiðtogi vegvísis um vegasamgöngur
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landseti
Lokaerindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2023
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaun fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins 2023
Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur nóvembermánuður eyrnamerktur umhverfismálum með áherslu á loftslagsmál.