Upplýsingafundur um peningaþvætti

Upplýsingafundur um peningaþvætti

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins standa fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Á fundinum verður fjallað um:

– Þær reglur sem gilda um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
– Mögulegar afleiðingar þess að Ísland lenti á gráumlista FATF
– Hverjir eru tilkynningaskyldir aðilar vegna þessara mála
– Þær skyldur sem hvíla á tilkynningaskyldum aðilum
– Hvernig eftirilit með tilkynningaskyldum aðilum verður háttað
– Hvaða afleiðingar það getur haft fyrir fyrirtæki ef þau ekki sinna skyldum sínum í tengslum við þessi mál

Eftirtaldir aðilar munu halda erindi og sitja fyrir svörum fundarmanna:

Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis Dómsmálaráðuneytisins

Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum

Skráning fer fram hér fyrir neðan:

Dagsetning

31.október, 2019

Tími

08:30 - 10:00
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík