Veffyrirlestur: Af hverju er áskorun að stinga þjónustu eða verslun á vefnum í samband?

Nú þegar tækninni hefur fleygt hratt fram og mögulegt er að nálgast viðskiptavini á öllum tímum og bjóða þeim vörur og þjónustu í hvaða snjalltæki sem er, hefur það reynst mörgum veruleg áskorun að standa að slíkum rekstri á arðsaman og skilvirkan hátt. Í þessu erindi reynum við að varpa ljósi á þá þætti sem oftast reynast fyrirtækjum erfiðir þegar þau hafa sett upp verslun eða þjónustu á netinu. Eins drögum við fram mikilvægi þess að hafa vel skilgreint viðskiptalíkan og tengjum það saman við grunnþætti starfseminnar svo hægt sé að ná markmiðum fyrirtækisins og mæta væntingum viðskiptavinanna.

Einar Þór Bjarnason á að baki langan starfsferil sem stjórnunarráðgjafi bæði hér á Íslandi og erlendis þar sem hann starfaði m.a. hjá Accenture. Viðskiptavinir hafa verið stór sem smá einkafyrirtæki í ólíkum geirum sem og fjölmargar opinberar stofnanir og ráðuneyti.  Einar hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og er einn af eigendum Intellecta ehf. Hann er með M.Sc. iðnaðarverkfræði og MBA í stjórnun og stefnumótun.

ATHUGIÐ AÐ VIÐBURÐURINN ER AÐEINS FYRIR FÉLAGSMENN Í SVÞ, Þ.E. STARFSMENN AÐILDARFYRIRTÆKJA

Athugið að skráningu lýkur 1 klst fyrir viðburðinn.

Dagsetning

20.janúar, 2021

Tími

08:30 - 09:30

Verð

Frítt fyrir SVÞ félaga
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn