
Verkefnadrifið vinnuumhverfi…ráðningarferli framtíðarinnar?
Á tímum umbreytinga þarf að hugsa hlutina öðruvísi!
Við heyrum talað um “The Great Resignation”, sérfræðingaskort og nýlegar kannanir frá bæði BHM og Gallup sýna að mikill fjöldi Íslendinga langar að vinna sjálfstætt að hluta til eða að öllu leyti.
Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvernig þróunin er á alheimsvísu og velta þá fyrir okkur hvernig það myndi líta út ef þróunin verður sú sama hér heima.
- Eru vinnustaðir að verða verkefnadrifnir?
- Hvað þýðir að vinnustaður sé verkefnadrifinn?
- Hvað er þetta gigg sem allir eru að tala um?
- Eru fyrirtæki í auknum mæli farnir að nýta sér þjónustu giggara?
- Hvaða skref eru nauðsynleg að taka í ráðningarferli framtíðarinnar, og hverju getur þú sleppt?
Miðvikudaginn, 12. október n.k. fáum við stofnanda og framkvæmdstjóra Hoobla, Hörpu Magnúsdóttur, að gefa okkur nánari innsýn inní möguleikana með ‘Verkefnadrifinu vinnuumhverfi’
___________________________
Um Hörpu og Hoobla:
Harpa Magnúsdóttir er mannauðssérfræðingur og stofnandi Hoobla ehf.
Hoobla aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að finna sérfræðinga í tímabundin verkefni og störf í lág starfshlutfalli.
Í gegnum Hoobla hafa fyrirtæki og stofnanir aðgang að yfir 400 sjálfstætt starfandi sérfræðingum.
___________________________
Þátttakendur munu fá senda slóðina að Zoom svæði SVÞ í tölvupósti fyrir fundinn.
ATH! Einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
Skráning nauðsynleg.