
Vöxtur og bestun vefverslana
SVÞ í samstarfi við KoiKoi býður til heillrar viku af fyrirlestrum og reynslusögum fyrir þau sem vilja taka vefverslunina sína upp á næsta stig.
Covid-19 hefur hraðað þróun íslenskrar vefverslunar svo um munar. Fyrirtæki hafa þurft að bregðast hratt við margvíslegum áskorunum, ekki síst óskum og þörfum viðskiptavina um betra viðmót og þjónustu vefverslana. Fyrirtæki hér á landi hafa tekið stór skref í umbótum en ljóst er að til mikils er að vinna með því að þróa og bæta stöðugt vefverslanir og markaðssetningu þeirra.
Jafnt innlendir sem erlendir sérfræðingar munu miðla af reynslu sinni og þekkingu um allt mögulegt sem viðkemur vefverslun, allt frá uppbyggingu hennar til „last mile delivery” og allt þar á milli.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirlestrar hefjast kl. 8:30 á morgnana og má búast við að þeim ljúki fyrir kl. 11 eða svo. Yfirskriftir fyrirlestra og allar frekari upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem þær eru staðfestar.
AÐGANGUR ER ÖLLUM OPINN OG ENDURGJALDSLAUS en upptökur verða eingöngu gerðar aðgengilegar félagsmönnum í SVÞ.
Viðburðurinn fer fram í Eventee og verða innskráningarupplýsingar sendar fyrir viðburðinn.
Skráning er hafin hér fyrir neðan. Athugið að lokað verður fyrir skráningu stundvíslega föstudaginn 29. janúar kl. 12:00 á hádegi og ekki er hægt að ábyrgjast að þau sem skrái sig eftir þann tíma fái aðgang.
Hourly Schedule
Mánudagur 1. febrúar
- -
- Opnunarfyrirlestur
- Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri Rannsóknarseturs verslunarinnar, formaður í faghópnum Stafræn viðskipt á Íslandi hjá SVÞ og ráðgjafi hjá BeOmni
- -
- Óstaðfest
- Óstaðfest
- -
- Reynslusaga
- Þórunn Edwald, vefstjóri 66 Norður
- -
- Fjárfesting í upplifun skapar árangur
- Björgvin Pétur Sigurjónsson, Creative Director hjá Jökulá
Þriðjudagur 2. febrúar
- -
- Efnis bestun vörusíða - content marketing for product pages
- Arna Gunnur Ingólfsdóttir, Head of Digital hjá WebMo Design
- -
- Lekur trektin?
- Sigurður Svansson, eigandi og Head of Digital hjá Sahara
- -
- Reynslusaga
- Kringlan
- -
- Leynitrikk markaðskonu, frá gulrótum til sigurs!
- Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
Miðvikudagur 3. febrúar
- -
- Leitin að nálinni - leitarvélabestun fyrir vefverslanir
- Davíð Arnarson, ráðgjafi hjá Datera
- -
- Reynslusaga
- Renata S. Blöndal, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Krónunni
- -
- Auglýsingaherferðir sem mala gull fyrir netverslanir
- Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera
- -
- Sjálfvirk markaðssetning með tölvupósti fyrir vefverslanir
- Klavyio
Fimmtudagur 4. febrúar
- -
- Mælaborð og greiningar
- Praxis
- -
- Reynslusaga
- Akademias
- -
- Sölubestun - „Conversion Rate Optimisation" (CRO)
- KoiKoi
- -
- Reynslusaga
- Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt
- -
- Kostaðar aðgerðir á samfélagsmiðlum
- Arnar Gunnarsson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Digido
Föstudagur 5. febrúar
- -
- Afhendingar sem auka sölu og spara tíma
- Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp.is
- -
- Reynslusaga: Vöxtur Aurum á netinu
- Karl Jóhann Jóhansson, framkvæmdastjóri Aurum
- -
- Tækifæri íslenskra netverslana og þjónusta við viðskiptavini um allan heim
- Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL Express á Íslandi
- -
- Lokafyrirlestur