Í umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 14. maí fagna SVÞ starfsemi frönsku netverslunarinnar Santewines og segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ jafnframt vona að hún verði upphafið á endalokunum á löngu úreltu kerfi.

Í umfjölluninni segir m.a.: “Erlendar netverslanir hafa um langt árabil selt áfengi til íslenskra neytenda og byggist slíkt einfaldlega á einni grunnstoð EES samningsins, það er, um frjálst flæði vöru. Íslenskir neytendur hafa nýtt sér þennan möguleika í auknum mæli á undanförnum árum. Eini munurinn í þessu máli er að hér er hin franska netverslun með vörulager á Íslandi og verður að telja að bann við slíku færi gegn tilgreindu ákvæði EES samningsins. Að þessu sögðu verður ekki annað séð en hér sé um fyllilega löglega starfemi að ræða.”

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI