Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi

Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi

Verulegar breytingar eru þegar hafnar á störfum í kjölfar stafrænnar umbreytingar. Störf eru að hverfa, önnur breytast og enn önnur verða til, sem jafnvel kunna að verða betri, og auka lífsgæði á mörgum sviðum samfélagsins með því að bæta frammistöðu starfsfólks.

Byggt á greiningu OCED munu 28% íslensks vinnumarkaðar verða fyrir verulegum breytingum eða störf hverfa alveg og 58% starfa mun taka talsverðum breytingum.

Skv. WEF mun tími þar sem fólk nýtir háþróaða tæknilega færni aukast um 41% í Evrópu til ársins 2030 og grunnfærni um 65%. Þar að auki munu allt að 90% evrópskra starfa næsta áratuginn krefjast stafrænnar færni sem næstum helmingur Evrópubúa á aldrinum 16-74 ára búa ekki yfir.

Hvernig mun þetta breytast og hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera?

Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte

Leiðin fram á við er með samvinnu starfsfólks og tækninnar

Það er skemmtilega margt að breytast þegar kemur að framtíð starfa, vinnustaða og vinnuafls. Jafnvel er hægt að velta því fyrir sér hvort það verði til störf og vinnustaðir til framtíðar litið.

Kominn er tíma á að hætta að láta hræðsluáróðurinn ná til okkar, um að róbótarnir séu að fara að gera okkur öll atvinnulaus, við skulum frekar hugsa um hvernig við getum gert ferðalagið framundan betra fyrir alla hagsmunaaðila.

Deloitte hefur um árabil gefið út skýrslur sem kallast Human Capital Trends og mun Herdís Pála fara yfir nokkurra þessara trenda og hvað við, vinnustaðir og starfsfólk, þurfum helst að hafa í huga til að undirbúa okkur sem best undir framtíðina. Hvernig við annars vegar látið tæknina og mannfólkið vinna betur saman og svo hins vegar hvernig tæknin getur mögulega gert vinnustaðina mannlegri. Þannig hámörkum við frammistöðu og lífsgæði á sama tíma.

 

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Fræðsla og menntun er lykill framtíðarinnar

Meginþungi í stefnu Samkaupa til framtíðar er að vera með forskot í samkeppni á grundvelli mannauðs og fyrirtækjamenningar sem birtist í þekkingu, hæfni og einstakri þjónustu starfsfólks sem endurspeglar þá ímynd sem byggð er upp í öllum vörumerkjum Samkaupa. Það er ekki nóg og oft sagt og skrifað, að mannauðurinn er öflugasta auðlindin sem fyrirtæki geta átt og því í síbreytilegu umhverfi hins stafræna heims þarf að leggja höfuðáherslur á að byggja upp og stuðla að auknum tækifærum fyrir starfsfólk, sem snýr að aukinni fræðslu og menntun inn á vinnustöðum landsins. Gunnur fer yfir vegferð Samkaupa í að gera vinnustaðanám eftirsóknarvert og hvernig hún styður við þær breytingar sem eru í verslun í dag.

 

Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju hjá Innnes

Ný störf og áskoranir stjórnenda í hátæknivöruhúsi Innnes

Starfsmenn og stjórnendur í nýju hátæknivöruhúsi hafa þurft að fara í gegnum gríðarlegt umbreytingarferli síðastliðin misseri við hönnun, undirbúning og flutning í nýtt hátækni vöruhús Innnes. Jóhanna fer yfir hvernig ný störf hafa orðið til ásamt því að fara yfir áskoranir stjórnenda í nýjum veruleika hátækninnar.

 

Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Tækifæri framtíðarinnar

Hjá OR samstæðunni hefur verið lögð áhersla á markvissa greiningarvinnu með stjórnendum og starfsfólki til að kortleggja hvaða hæfni, færni og þekkingu þurfi að efla í dag til að vera undirbúin undir framtíðina. Ásdís mun segja frá þessu verkefni sem þau kalla „Tækifæri framtíðarinnar“ og felur í sér greiningu á störfum, starfslýsingum og framtíðarþróun starfa. Hún mun segja frá hvað vinnan hefur leitt í ljós og hverju það hefur skilað hingað til, en að hennar sögn hefur umræða opnast um hvernig eigin þekking og hæfni þarf að þróast til að standast kröfur nýrra tíma.

 

Hvenær: miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 8:30-10:00

Hvar: Á netinu – skráðir þátttakendur fá sendan hlekk rétt fyrir fundinn

ATH! Aðeins fyrir félagsfólk.

Skráning fer fram hér fyrir neðan. Athugið að ekki er hægt að tryggja aðgang að viðburðinum ef þú skráir þig eftir kl. 8:00 að morgni þess dags sem viðburðurinn er haldinn.

Exit mobile version