Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Hversvegna er hægt að kenna gömlum hundum að sitja? #TökumSamtalið

Hversvegna er hægt að kenna gömlum hundum að sitja #TökumSamtalið Rúna Magnúsdóttir SVÞ

SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.

Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.  Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.

_______

Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?

Um fyrirlesara:
Rúna Magnúsdóttir hefur frá árinu 2007 starfað á innanlands og alþjóðamarkaði sem leiðtogamarkþjálfi og mentor.  Hún er stofnandi The Change Makers og meðstofnandi  #NoMoreBoxes vitundarvakningarinnar og aðferðafræði. Rúna er höfundur bókanna: Branding Your X-factor, og The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly.

Hún hefur unnið með stjórnendum og leiðtogum fyrirtækja og stofnana; Hilton Hotel Malta,  Kaos Pilot, Enterprising Women, NAWBO, Impact Leadership, Europe Enterprise, Sameinuðu þjóðunum, Marel, Landsvirkjun, Evrópuþingið, George Washington University, University of Wisconsin svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Þá er vert að nefna að  í nóvember 2021 tók Rúna við starfi markaðs-og kynningastjóra SVÞ.

Nánar um Rúnu: www.RunaMagnus.com

______

Fyrirlesturinn verður haldinn á Zoom!

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Exit mobile version