Hagnýt vinnustofa fyrir stjórnendur og fagfólk í leik- og grunnskólum
Innra mat er kjarninn í því að efla gæði skólastarfs. Með markvissum aðferðum verður það að öflugu verkfæri sem skapar betra skólaumhverfi, meiri festu í þróunarstarfi og styrkir samvinnu starfsfólks.
Á þessari vinnustofu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, heyra reynslusögur úr skólastarfi og vinna saman að lifandi verkefnum sem auðvelda innleiðingu og nýtingu innra mats í daglegu starfi.
Fyrir hverja?
Vinnustofan er sérstaklega ætluð:
-
Skólastjórum og aðstoðarskólastjórum
-
Deildarstjórum og kennurum sem leiðir umbótastarf
-
Gæðastjórum eða öðrum sem bera ábyrgð á þróun skólastarfs
Við hvetjum hvern skóla til að senda 2–3 fulltrúa.
Umsögn!
„Skólar ehf stóðu fyrir starfsdegi með leiðsögn og fræðslu frá Ásgarði skólaþjónustu um gæðamál í skólunum. Allir stjórnendur mættu og mikil ánægja var með dagskrána og framsetninguna. Þátttakendur lýstu yfir áhuga á að fá aðgang að frekari stuðningi og leiðsögn um gæðamál í framhaldinu.
Við teljum að þessi vinna sé metnaðarfullt upphaf að góðu og faglegu verklagi um innra mat, betra og samræmdara verklag milli skólanna og umtalsvert betri yfirsýn rekstraraðila yfir gæðamál og styrkleika skólastarfsins. Vegvísa vefsvæðið mun sannarlega verða öflugt stjórnendatæki til að veita stuðning inn í skólana þar sem hans er mest þörf.
Við mælum eindregið með fræðslu frá Ásgarði – hún skilar faglegum ávinningi strax og til framtíðar.“
Guðmundur Pétursson stjórnarformaður Skóla ehf.
📍 Staðsetning: Litla Torg, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, Reykjavík
📅 Dagsetning: 23. október kl. 15:00–18:00
💰 Verð: 5.500 kr. á mann. Reikningur verður sendur síðar.
Dagskrá
15.00-15.15
Skráning og léttar veitingar
15:15 – 15:30
Opnun og kynning á dagskrá
15:30 – 16:15
Fyrirlestur frá ráðgjöf Ásgarði skólaþjónustu: Hvað er innra mat og hvernig getur gott innra mat aukið gæði skólanna okkar? Getur verið að staða innra mats í skólum sé betra en við höldum?
16:15 – 16:45
Kaffi og spjall
16:45 – 17:00
Reynslusaga. Reynsla leikskólastjóra af innra mati.
17:00 – 17:30
Hópavinna: Vinnustofur þar sem þátttakendur fá að spreyta sig á skemmtilegum (og einföldum) verkefnum tengdum innra mati
17:30 – 17:15
Samantekt, spurningar og lokaorð. Ráðgjafar Ásgarðs leiða lokaorð.
17:15 – 18.00
Léttar veitingar og spjall um framhaldið.
ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SSK (Sjálfstæðra skóla)