Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands.
Dagskrá:
13:30-13:40 Setning málþings
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna
13:40-14:10 Starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu – ný skýrsla KPMG
Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi
14:10-14:25 Lögin um opinber innkaup og þjónusta í almannaþágu sem ekki er af efnahagslegum toga
Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður
14:25-14:40 Samningagerð við Sjúkratryggingar Íslands
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
14:40-14:55 Hvað á ríkið að kaupa? Þarfagreining og forgangsröðun
Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur
14:55 -15:10 Félag Sjúkraþjálfara og SÍ – saga, reynsla og staða
Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
15:10-15:25 Tannlæknafélag Íslands – samstaða og samvinna
Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Málþingið verður haldið á Hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 13:30-16:00.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.