Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Netfyrirlestur: Vefverslun – aukinn vöxtur með leitarvélabestun

Vefverslun - leitarvélabestun

Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu.  Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því lykilatriði að fyrirtæki séu sýnileg þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum. Vísbendingar eru um að íslenskar vefverslanir standi sig ekki sem skyldi hvað þetta varðar sem getur haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni þeirra, ekki síst gagnvart erlendri netverslun.

Farið verður yfir markaðssetningu á leitarvélum og hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn sem getur stuðlað að náttúrulegum vexti (e. Organic growth).

Kennari er Styrmir Másson, Performance Marketing Manager hjá Planday í Danmörku og starfaði áður sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara, Hey Digital og Arctic Adventures. Styrmir hélt námskeið um sama efni hjá SVÞ haustið 2018 við góðan orðstír.

ATHUGIÐ! EINGÖNGU FYRIR FÉLAGSMENN Í SVÞ

Exit mobile version