Menntadagur atvinnulífsins 2026
Dagsetning: 11. febrúar 2026
Tími: kl. 13:30 –16:00 (Húsið opnar kl. 13:00)
Staður: Hilton Hótel Nordica
Skipuleggjandi: Samtök atvinnulífsins (SA) og aðildarfélög.
Menntadagur atvinnulífsins er árlegur viðburður á vegum Samtaka atvinnulífsins þar sem sjónum er beint að menntun og hæfni í íslensku atvinnulífi.
Á dagskrá eru erindi og umræður um menntamál og hæfniþróun með þátttöku fulltrúa atvinnulífs, stjórnvalda og fræðasamfélags. Markmið dagsins er að varpa ljósi á stöðu og þróun menntunar í samhengi við þarfir atvinnulífsins.
Á Menntadegi atvinnulífsins verða jafnframt veitt Menntaverðlaun atvinnulífsins, þar sem fyrirtæki og verkefni sem skara fram úr á sviði menntunar og fræðslu eru heiðruð.
👉 Skráning og nánari upplýsingar á vef Samtaka atvinnulífsins: Smelltu hér!

