Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Kynning: Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar vefverslunar

Á síðasta ári var ákvað SVÞ í samvinnu við Rannsóknarsetur verslunarinnar að setja á laggirnar markvissar og reglulegar mælingar á kauphegðun Íslendinga þegar kemur að verslun á netinu.

Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um framkvæmd rannsóknar á Netverslunarpúlsinum hér á Íslandi þar sem 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði. Mælitækið er m.a. byggt á e-barometern (sænsk mæling á netverslun) og FDIH (dönsk mæling á netverslun) sem hefur nú þegar sannað gildið sitt á Norðurlöndunum.

Miðvikudaginn 10. nóvember n.k. ætlar Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, að fara yfir valdar niðurstöður úr þessum mælingum og kynna fyrir okkur spennandi möguleika að fylgjast með þróun kauphegðunar Íslendinga í vefverslunum í gagnvirku mælaborði.

Trausti kemur m.a. til með að deila með okkur;

  • Hversu oft versla Íslendingar á netinu og hvaða hópar versla oftast?
  • Hvert er hlutfall innlendrar vefverslunar á móti erlendri vefverslun?
  • Hver eru helstu tækifæri innlendra vefverslana til að Íslendingar versli meira hjá þeim?
  • Hvað gera Íslendingar áður en þeir versla á vefnum?
  • Hvernig kemur hið nýja mælaborð til með að gefa verðmæta innsýn inní framtíðar áætlanagerðir íslenskra vefverslana?

Fyrirlesari: Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents

Trausti hefur unnið fyrir stærstu fyrirtæki landsins og hefur góða reynslu og þekkingu í rannsóknum, stefnumótun, markaðs-, sölu- og þjónustustjórnun. Áður starfaði hann sem ráðgjafi hjá Capacent og þar áður sem verkefnastjóri yfir stefnu Íslandsbanka. Trausti er með BSc-gráðu í viðskiptafræði og MSc-gráðu í markaðsstjórnun.

Dagsetning: Miðvikudagurinn, 10.nóvember 2021
Tími: 08:30 – 10:00
Staður: Hylur, Húsi Atvinnulífsins

ATH Viðburðurinn er eingöngu opinn félagsfólki í SVÞ

Exit mobile version