Sem hluti af undirbúningi fyrir yfirstandandi herferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga var gerð könnun á viðhorfi íslensks almennings til íslenskrar verslunar og þjónustu.
Af henni má læra ýmislegt um það hvernig íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki eru að standa sig, hvað er vel gert, hvar úrbóta er þörf og hvar tækifæri liggja til aukins samkeppnisforskots á erlenda samkeppni.
Miðvikudaginn 21. október kl. 8:30-10:00 munu þau Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjórI stafrænu birtingastofunnar Datera, og Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ, fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar og þann lærdóm sem draga má af henni.
ATHUGIÐ AÐ VIÐBURÐURINN ER EINGÖNGU FYRIR FÉLAGSMENN Í SVÞ
Viðburðurinn fer fram á netinu. Skráning fer fram hér fyrir neðan og verður hlekkurinn á fundinn sendur til skráðra gesta um kl. 8:00 að morgni 21. október.