UPPBROT 2026
Tími – Tækni – Tilgangur
TAKTU DAGINN FRÁ!
UPPBROT SVÞ 2026 er vettvangur fyrir þá sem vilja stíga skrefið út úr hraðanum og taka meðvitaðar ákvarðanir um Tíma · Tækni · Tilgang.
Ráðstefna SVÞ fjallar í ár um hvernig fyrirtæki í verslun og þjónustu geta nýtt tímann betur, látið tæknina vinna með fólki – og byggt rekstur sem hefur skýra merkingu og raunveruleg áhrif.
Við komum saman á Parliament Hótel, 12. mars 2026, kl. 13:00–17:00.
Á ráðstefnunni færðu fjölbreytta blöndu af 16 viðburðum; fyrirlestrum, pallborðum, sófaspjalli, lifandi gervigreindarverkstæði og lifandi hópsamtölum í mannlegu víddinni.
Dagskráin mun varpa ljósi á hagnýtar lausnir í rekstri, þjónustu, netverslun og forystu – með áherslu á það sem virkar í dag.
Við endum ráðstefnudaginn á sérstakri gleði og tengslastund.
