Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Upplýsingafundur um ráðningarstyrk

Ráðningarstyrkur

Boðað er til fjarfundar 24. febrúar frá 09:00 – 10:00 fyrir félagsmenn þar sem sérfræðingar Vinnumálastofnunar og Samtaka atvinnulífsins fara yfir úrræði stjórnvalda um ráðningarstyrk. Farið verður í gegnum skilyrði úrræðisins og markmið, samspil þess við úrræði stjórnvalda um stuðning launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Síðast en ekki síst verður farið yfir umsóknarferlið og framkvæmdina.

Um er að ræða klukkustundarfund í gegnum fjarfundarforrit. Félagsmönnum gefst færi á að senda spurningar í gegnum spjallþráð forritsins, en slóðin á fundinn verður send út með tölvupósti þegar nær dregur. Ítarlegar upplýsingar um ráðningarstyrk má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Ath. upplýsingafundurinn er aðeins ætlaður félagsmönnum SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Exit mobile version