Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Veffyrirlestur: Snjallverslun – frá hugmynd að veruleika

Það hefur ekki farið framhjá neinum að netverslun hefur sprungið út í kófinu og fjölmargar verslanir gefið verulega í þegar kemur að þróun vefverslana – og snjallverslana!

Renata S. Blöndal hefur haldið fyrirlestra víða um Snjallverslun Krónunnar sem fór í loftið á síðasta ári en í þessum fyrirlestri höfum við fengið hana til að breyta áherslum sínum og gefa okkur innsýn í þróunarferlið og aðferðafræðina. Renata mun í fyrirlestri sínum fara yfir heildarferlið við þróun og útgáfu Snjallverslunar Krónunnar. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem nýtt var í greiningarfasa, ákvarðanatöku og utanumhald verkefnisins. Á stafrænu hliðinni má þar helst nefna hönnunarsprett, leiðarvísi vöru, MVP, forgangsraðaðan verkefnalista og notendasögur. Þá verður fjallað um undirbúning verslana, tínslu og útkeyrslu pantana. Þar að auki verður farið yfir helstu áskoranir eftir útgáfu hvað varðar rekstur Snjallverslunarinnar og samskipti við viðskiptavini.

Renata er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Krónunni þar sem hún stýrir stafrænni vegferð ásamt því að móta stefnu og innleiða matvöruverslun framtíðarinnar. Áhersla er lögð á að bæta þjónustu og einfalda líf viðskiptavina og er þar nýjasta viðbótin Snjallverslun Krónunnar. Viðskiptavinir nýta lausnina til að panta matvöru heim að dyrum, skipuleggja matarinnkaupin og fá yfirsýn yfir matarútgjöldin. Renata er iðnaðarvekfræðingur að mennt með mastersgráðu í verkfræði og stjórnun frá Columbia University. Hún starfaði áður á tæknisviði Landsbankans við greiningu á tækifærum til sjálfvirknivæðingar í innri og ytri ferlum bankans. Fyrir það starfaði hún hjá Meniga og CCP.

ATHUGIÐ AÐ VIÐBURÐURINN ER AÐEINS FYRIR FÉLAGSMENN Í SVÞ, Þ.E. STARFSMENN AÐILDARFYRIRTÆKJA

Athugið að skráningu lýkur 1 klst fyrir viðburðinn.

Exit mobile version