Site icon SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu

Kosning 2016

Í samræmi við lög SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu fer fram kosning meðstjórnenda SVÞ fyrir kjörtímabilið 2016-2018 í tengslum við aðalfund samtakanna og þar hefur hver félagsaðili atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2015. Hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með því að greiða vangoldin félagsgjöld.

Árlega er kosið um meðstjórnendur og að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti. Alls bárust fimm framboð.

Nánari upplýsingar og lykilorð verða send á félagsmenn mánudaginn 7. mars nk. en opnað verður fyrir kosningu þann sama dag.

Í framboði til stjórnar SVÞ eru:

 

 

Jón Björnsson, Festi hf.
Jón Björnsson er forstjóri Festi hf. sem á og rekur Krónuna, Nóatún, Kjarval, Elko og Intersport. Jón hefur starfað á smásölumarkaði á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð síðustu 25 ár. Samhliða störfum hjá Festi situr Jón í stjórn tveggja stórra smásölufyrirtækja í Skandinavíu.

 

„Ég hef áhuga á að koma að starfi SVÞ og hef sérstakan áhuga á þremur málefnum;

 

 

 

Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands hf.

Ég hef starfað hjá Olíuverzlun Íslands undanfarin 21 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála og sem forstjóri frá 2014. Hef víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og stefnumörkun og tel að þessi reynsla mín komi að góðum notum fyrir samtök sem SVÞ.

Það er gríðarlega mikilvægt að standa vörð um verslun og þjónustu í landinu og ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til þessa verkefnis.

 

 

 

 

Kjartan Örn Sigurðsson, Verslunin Kvosin ehf.

Kjartan Örn Sigurðsson er eigandi Kvosarinnar og framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf. sem hefur starfað með mörgum verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins. Kjartan Örn hefur haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja á Íslandi og Bretlandi síðustu 16 ár.

Ég vil efla vörumerkið íslensk verslun, samstarf aðila á markaði og rödd kaupmannsins á horninu .

 

 

 

 

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, 365 miðlar hf.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir,


framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðssviðs hjá 365.

Fyrri störf:

Ég sækist eftir því að taka að mér krefjandi verkefni og vinna með reynslumiklu og hæfileikaríku fólki. Hluti af því er að sækjast eftir stjórnarsetu hjá SVÞ.

Það er tækifæri fyrir SVÞ að auka þátttöku aðildarfélaga sinna og láta rödd fjarskipta- og fjölmiðlafélaga heyrast.

 

 

 

 

 

Pétur Þór Halldórsson, Ecco
Ég er forstjóri S4S ehf. sem er fyrirtæki sem rekur 10 skóverslanir og 1 Nike concept verslun sem  heitir Air. Skóverslanir S4S eru Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið, Skór.is og sú nýjasta Skechers.

Ég er búinn að vinna við verslun síðan 1986 eða í 30 ár.

Exit mobile version